Mourinho hefur trú á Liverpool

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool í Evrópuleiknum gegn Standard í vikunni.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool í Evrópuleiknum gegn Standard í vikunni. Reuters

Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea sem nú er við stjórnvölinn hjá Ítalíumeisturum Inter, hefur trú á að Liverpool blandi sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn og hann telur að þetta gæti orðið ár Liverpool.

„Það er kominn tími fyrir Liverpool að taka skrefið fram á við í úrvalsdeildinni,“ ritar Mourinho í vikulegan dálk sinn í breska blaðinu Daily Telegraph. ,,Í hreinskilni sagt þá held ég að þetta getið orð ár Liverpool. Rafael Benítez kom til Englands á sama tíma og ég og er að hefja sitt fimmta tímabil hjá félaginu. Hann er orðinn öllum hnútum kunnugur og hefur náð að styrkja lið sitt vel fyrir tímabilið.

Það er ómögulegt að vinna deildina án þess að hafa heimsklassa markvörð og framherja og Liverpool hefur þá báða. Á síðustu leiktíð þegar Liverpool fékk Fernando Torres var hryggsúlan í liðinu fullsköpuð með Pepe Reina, Jamie Carragher, Steven Gerrard og Fernando Torres,“ segir Mourinho.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert