Shevchenko sagður á leið til AC Milan

Andriy Shevchenko í leik með Chelsea.
Andriy Shevchenko í leik með Chelsea. Reutres

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko er á leið frá Chelsea til síns gamla félags á Ítalíu, AC Milan, en Silvano Ramaccioni framkvæmdastjóri Mílanóliðsins sagði í viðtali við ítalska útvarpsstöð í dag að samningur um félagaskiptin væru nánast í höfn.

Um lánssamning verður að ræða en Chelsea greiddi 30 milljónir punda fyrir framherjann þegar hann kom til liðsins frá AC Milan í fyrrasumar. Hann hefur hins vegar ekki náð sér á strik hjá Lundúnaliðinu og hefur verið ósáttur í herbúðum liðsins.

Shevchenko er goðsögn hjá stuðningsmönnum AC Milan en hann er annar markahæsti leikmaður í sögu félagsins, skoraði 127 mörk í 208 leikjum þau sjö ár sem hann lék með því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert