Stjóri Portsmouth, hinn sigursæli Harry Redknapp, hellir sér yfir leikskipulag Fabio Capello í leik Englands og Tékklands sem endaði 2:2. Segir hann leikinn einn þann versta sem enskir hafa spilað.
„Hvað á að segja um þetta? Síðari hálfleikurinn djöfullega lélegur og enginn leikmannanna sýndi nokkuð af þeirri snilli sem þeir sýna hverja einustu viku í deildinni.“
Þá skaut Redknapp föstum skotum á Capello fyrir að spila Steven Gerrard á kantinum. „Gerrard getur allt sem þarf að gera en til þess verður að hafa hann á miðjunni. Með ólíkindum að hafa hann annars staðar.“