Erlendir fjölmennastir í Englandi

Tveir erlendir. Carloz Tevez og Ronaldo fagna saman á síðustu …
Tveir erlendir. Carloz Tevez og Ronaldo fagna saman á síðustu leiktíð. Reuters

Glæný úttekt Leikmannasambands Englands staðfestir að erlendir leikmenn eru í miklum meirihluta í félagsliðum í ensku úrvalsdeildinni og fer lítið eitt fjölgandi.

Sýnir tölfræðin sem birt var á fimmtudaginn var að fjöldi erlendra leikmanna þá nam 59.5 prósent af heildarfjölda leikmanna sem er verulega umfram fjölda erlendra leikmanna annars staðar í álfunni.

Á Spáni, Ítalíu og í Þýskalandi er samsvarandi fjöldi um 42 prósent og England því í algjörum sérflokki í álfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert