Scholes ætlar ekki að gefa kost á sér

Paul Scholes fagnar marki gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í …
Paul Scholes fagnar marki gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Reuters

Paul Scholes miðjumaðurinn snjalli hjá Englands- og Evrópumeisturum Manchester United ætlar að endurskoða afstöðu sína varðandi það að gefa kost á sér í enska landsliðið á nýjan leik. Vaxandi umræða hefur farið í gang að Englendingar þurfi á Scholes að halda en hann ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2004.

Svarið yrði sama áður,“ segir Scholes í viðtali við breska blaðið Manchester Evening News en hann verður 34 ára gamall í nóvember. ,,Ég vonast til að spila áfram þegar ég verð orðinn 35 ára. Allt eftir það verður bara bónus og meðan ég gert eitthvað gagn fyrir Manchester United þá mun ég spila með liðinu,“ sagði Scholes.

Scholes hefur leikið allan sinn feril með Manchester United en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 1992. Hann hefur leikið samtals 396 deildarleiki með United og hefur í þeim skorað 96 mörk.

Scholes lék 66 leiki með enska landsliðinu frá 1997-2004 og skoraði í þeim 14 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert