Wenger staðfestir áhuga á Barry

Gareth Barry á hér í höggi við FH-ingana Tommy Nielsen …
Gareth Barry á hér í höggi við FH-ingana Tommy Nielsen og Dennis Siim í leik FH og Aston Villa í síðustu viku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur staðfest að hann hafi áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Gareth Barry til liðs við frá Aston Villa. Barry, sem er 27 ára gamall, hefur í allt sumar verið orðaður við Liverpool en hingað til hafa forráðamenn Liverpool og Aston Villa ekki náð saman um kaupverðið en Villa hefur sett 18 milljón punda verðmiða á leikmanninn.

,,Barry er einn þeirra leikmanna sem við erum að fylgjast með. Hann er mjög góður leikmaður en vandamálið er að leikmenn sem eru á bilinu 27-28 ára kosta mikla peninga og þú færð ekkert til baka, engin endursala,“ segir Wenger.

Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga segir að óviss framtíð Barry hafi gert það af verkum að hann hafi leikið undir getu á móti Tékkum í vikunni. ,,Mín skoðun er sú að þetta Liverpool mál hafi gert það af verkum að hann er ekki í sínu besta formi,“ segir Capello.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert