Sex leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í dag og í þeim réðust úrslit í tveimur á síðustu sekúndunum. Liverpool lagði Middlesbrough og Stoke vann Aston Villa og komu sigurmörkin á lokasekúndunum.
Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í liði Bolton sem tapaði 1:0 fyrir Newcastle og gerði Michael Owen eina mark leiksins á 71. mínútu. Áður hafði Shay Given markvörður Newcastle varið vítaspyrnu frá Kevin Nolan.
Steven Gerrard tryggði Liverpool 2:1 sigur á Boro með marki á síðustu mínútu leiksins. Mido kom Boro yfir á 70. mínútu en síðan gerði Pogatetz sjálfsmark á 86. mínútu áður en Gerrard tryggði sigurinn.
Mamady Sidibe var hetja Stoke er hann tryggði 3:2 sigur á Aston Villa með marki á lokamínútunni. Liam Lawrence og Ricardo Fuller gerðu hin mörkin en fyrir Villa skoruðu þeir John Carew og Martin Laursen. Þetta var fyrsti heimaleikur Stoke í efstu deild í 23 ár.
WBA tapaði 2:1 heima fyrir Everton þar sem Leon Osman og Yakubu komu gestunum yfir en Roman Bedar minnkaði muninn í lokin.
Sunderland gerði góða ferð til London og vann Tottenham 2:1. Kieran Richardson kom Sunderland yfir en Jermaine Jenas jafnaði á 73. mínútu en tiu mínútum síðar kom sigurmarkið hjá Djibril Cisse.
Blackburn og Hull gerðu 1:1 jafntefli. Jason Roberts skoraði fyrir heimamenn á 38. mínútu og Richard Garcia jafnaði tveimur mínútum síðar.
Fylgst var með gangi mála í þeim í beinum textalýsingum hér á mbl.is.
Til að fylgjast með Liverpool - Middlesbrough, smellið hér.
Til að fylgjast með Blackburn - Hull, smellið hér.
Til að fylgjast með Stoke - Aston Villa, smellið hér.
Til að fylgjast með WBA - Everton, smellið hér.
Til að fylgjast með Tottenham - Sunderland, smellið hér.
Til að fylgjast með Newcastle - Bolton, smellið hér.
Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton.
Beðist er velvirðingar á því að uppstillingar á byrjunarliðunum eru ekki réttar í lýsingunum.