Enska knattspyrnufélagið Chelsea staðfesti í kvöld að samkomulag hefði verið gert við AC Milan á Ítalíu um að úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko myndi snúa aftur þangað. Chelsea keypti hann af AC Milan fyrir tveimur árum fyrir 30 milljónir punda.
Óhætt er að segja að Shevchenko hafi ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi þar.
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, staðfesti við Milan Channel í kvöld að Shevchenko myndi gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á mánudaginn, og skrifa undir samning við félagið að henni lokinni.