Samkvæmt fregnum breska blaðsins Daily Mail er það ekki aðeins Real Madrid sem vill kaupa sóknarmanninn David Villa frá Valencia. Chelsea telur sig hafa not fyrir hann líka.
Fyrsta boði Real í kappann var hafnað af stjórn Valencia í gærkvöldi en ekki var birta farin að skína í morgun þegar nýtt hærra boð kom frá Madrid. Telur spænska blaðið Marca að nýja tilboðið hljóði upp á 6.6 milljarða króna.
Chelsea á hinn bóginn er reiðubúið að greiða 6.1 milljarð sem vissulega er töluvert lægra en líklegra samt þar sem spænsku stórliðin forðast í lengstu lög að selja stjörnur sínar til hvors annars. Sérstaklega nú því forráðamenn Real hafa beitt ýmsum bolabrögðum gegnum tíðina til að fá leikmenn til sín og Valencia ekki farið varhluta af því.