Franska í búningsklefa Arsenal

Eins og að koma heim. Nasri er afar sáttur hjá …
Eins og að koma heim. Nasri er afar sáttur hjá frönskumælandi Arsenal. Reuters

Miðjumaðurinn stórkostlegi, Samir Nasri, sem nýlega gekk í raðir Arsenal endurspeglar þann raunveruleika sem við lýði er hjá úrvalsdeildarfélögum; franska er meira töluð en enska.

Nasri, sem var tólf ár á mála hjá Marseille áður en hann gekk til liðs við Arsenal, segir þetta mikilvægt fyrir sig því honum hafi fyrir vikið ekki fundist breytingin svo mikil.

Tölur fyrir þessa leiktíð sýna að 60 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru erlendir leikmenn og fer prósentan lítið eitt hækkandi þrátt fyrir vaxandi andstöðu við þessa þróun mála í Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert