Stórsigur Arsenal gegn Twente

Samir Nasri kom Arsenal yfir gegn Twente.
Samir Nasri kom Arsenal yfir gegn Twente. Reuters

Arsenal var ekki í vandræðum með að sigra Twente frá Hollandi, 4:0, í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London í kvöld.

Arsenal sigraði þar með 6:0 samanlagt og tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Samir Nasri kom Arsenal yfir á 27. mínútu, William Gallas bætti við öðru marki á 52. mínútu og Theo Walcott skoraði, 3:0, á 66. mínútu. Það var svo danski framherjinn Nicklas Bendtner sem innsiglaði sigurinn, 4:0, einni mínútu fyrir leikslok.

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, þjálfar Twente og Bjarni Þór Viðarsson er leikmaður hjá félaginu en hann er frá vegna meiðsla framá haustið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert