Wenger aldrei reiðari

Wenger missti sig eftir leik Arsenal um helgina.
Wenger missti sig eftir leik Arsenal um helgina. Reuters

Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur viðurkennt að hafa aldrei reiðst jafn mikið og eftir tapleik liðs síns gegn Fulham um helgina.

„Ég man ekki til þess að hafa reiðst svona eftir neinn leik. Ég var reiður með allt meira eða minna enda sköpuðum við okkur aldrei nein færi í þeim leik.“

Hefur karlinn látið leikmenn sína heyra það síðan en í kvöld mætir félagið FC Twente í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum en Arsenal leiðir einvígið 2:0

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert