Aston Villa og FH skildu jöfn, 1:1. í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Villa Park í Birmingham klukkan 19.00. Aston Villa vann fyrri leikinn, 4:1 og því er FH úr leik, samanlagt 5:2. Craig Gardner kom Aston Villa yfir í fyrri hálfleik en Atli Viðar Björnsson jafnaði fyrir FH stuttu síðar.
Lið Aston Villa: Brad Friedel - Craig Gardner, Zat Knight, Curtis Davies, Gareth Barry - Wayne Routledge, Nigel Reo-Coker (fyrirliði), Isiah Osbourne, Mustapha Salifou - Gabriel Agbonlahor, Marlon Harewood.
Varamenn: Martin Laursen, Ashley Young, Stilyan Petrov, Stuart Taylor, John Carew, Nathan Delfouenso, Nathan Baker.
Lið FH: Gunnar Sigurðsson - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson - Matthías Vilhjálmsson, Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði), Björn Daníel Sverrisson - Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Daði Lárusson, Höskuldur Eiríksson, Freyr Bjarnason, Jónas Grani Garðarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Birkir Sverrisson.
27. mínúta: Craig Gardner kemur Aston Villa yfir gegn FH eftir sendingu Marlon Harewood.
30. mínúta: FH-ingar fljótir að jafna og alls ekki gegn gangi leiksins. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson tók fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig Aston Villa, Brad Friedel í markinu sló boltann út. Boltinn hrökk þar fyrir fætur Atla Viðars Björnssonar sem lagði boltann fyrir sig og hamraði boltanum svoleiðis inn af stuttu færi. Staðan orðin 1:1 á Villa Park í Birmingham.
40. mínúta: Marlon Harewood í liði Aston Villa fær gult spjald fyrir að vera of seinn í tæklingu.
45. mínúta: Hjörtur Logi Valgarðsson fær gult spjald fyrir brot.
Búið að flauta til hálfleiks.
46. mínúta: Leikurinn hafinn á nýjan leik.
74. mínúta: Gunnar Sigurðsson, markvörður FH gerði vel og varði frá Marlon Harewood úr dauðafæri.
87. mínúta: Jónas Grani Garðarsson í dauðafæri en skýtur í hliðarnetið.