Man. City kaupir Wright-Phillips á ný

Shaun Wright-Phillips, til vinstri, er kominn aftur á fornar slóðir …
Shaun Wright-Phillips, til vinstri, er kominn aftur á fornar slóðir í Manchester. Reuters

Manchester City gekk í dag endanlega frá kaupum á Shaun Wright-Phillips, enska landsliðsmanninum í knattspyrnu, frá Chelsea fyrir ótilgreinda upphæð og samdi við hann til fjögurra ára.

Chelsea keypti Wright-Phillips af City fyrir þremur árum fyrir hvorki meira né minna en 21 milljón punda. Honum tókst aldrei að tryggja sér fast sæti í byrjunarliðinu á Stamford Bridge og byrjaði aðeins inná í 43 skipti í úrvalsdeildinni á þessum þremur árum.

Takmarkaður spilatími hans hjá Chelsea kom líka niður á möguleikum þessa eldfljóta kantmanns með enska landsliðinu og hann missti sæti sitt þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert