Fulham kaupir Etuhu af Sunderland

Dickson Etuhu samdi við Fulham til þriggja ára.
Dickson Etuhu samdi við Fulham til þriggja ára. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Fulham festi í dag kaup á miðjumanninum Dickson Etuhu frá Sunderland og samdi við hann til þriggja ára en kaupverð var ekki gefið upp.

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Fulham hefur því enn bætt við sinn hóp en hann hefur  verið afar duglegur við að endurnýja liðið í sumar og hann uppskar óvæntan sigur á Arsenal, 1:0, í annarri umferð úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

Etuhu er 26 ára gamall Nígeríumaður sem hefur leikið í Englandi í átta ár. Hann var fyrst í tvö ár hjá Manchester City, þá í fjögur ár með Preston, var þá lánaður til Norwich og fór síðan þangað alfarinn í eitt ár, og spilaði loks síðasta tímabil með Sunderland. Þá lék hann 20 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark. Etuhu á að baki 5 A-landsleiki fyrir Nígeríu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert