Nægir peningar hjá Arsenal

Peningar ekki vandamálið.
Peningar ekki vandamálið. Reuters

Framkvæmdastjóri Arsenal fullyrðir að nægir peningar séu í bankanum til leikmannakaupa og Arsene Wenger geti notað þá peninga að vild.

Þetta sagði Danny Fiszman í blaðaviðtölum eftir dráttinn í Meistaradeild Evrópu í gær en mörgum finnst nóg um hvað Arsenal hefur lítið hreyft sig á leikmannamarkaðnum í sumar.

Fiszman vísaði alfarið á bug að stjórnin væri að binda hendur knattspyrnustjórans á nokkurn hátt. „Komi Wenger til okkar og vilji fá fimm milljarða fyrir leikmann þá fær hann það. Það er svo einfalt.

Glugginn sem félagslið í Evrópu hafa til kaupa á leikmönnum rennur út á mánudaginn kemur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert