Paul Scholes, miðjumaðurinn reyndi hjá Manchester United, var rekinn af velli í leiknum gegn Zenit St. Pétursborg um Stórbikar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þar með verður hann í leikbanni í fyrsta leik United í Meistaradeild Evrópu.
Sá leikur er gegn Villarreal frá Spáni um miðjan september. Scholes fékk bannið fyrir að slá boltann með hendi í mark Rússanna undir lok leiksins. Fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald í leiknum.