Arsenal sigraði Newcastle 3:0

Robin van Persie fagnar í fyrri hálfleiknum en þá skoraði …
Robin van Persie fagnar í fyrri hálfleiknum en þá skoraði hann tvívegis fyrir Arsenal. Reuters

Arsenal sigraði Newcastle, 3:0, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal er þá með 6 stig eftir þrjár umferðir en Newcastle með 4 stig.

Robin van Persie kom Arsenal yfir úr vítaspyrnu eftir 18 mínútna leik og bætti við öðru marki á 41. mínútu. Það var síðan Denilson sem innsiglaði sigurinn með laglegu marki á 60. mínútu, 3:0.

Smellið hér til að skoða textalýsingu frá leiknum á Emirates Stadium.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert