Fyrsti sigurleikurinn hjá Portsmouth

Craig Bellamy skoraði eitt af mörkum West Ham.
Craig Bellamy skoraði eitt af mörkum West Ham. Reuters

Bikarmeistarar Portsmouth hrósuðu sínum fyrsta sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði góða ferð til Liverpool og lagði Everton, 3:0. Íslendingaliðið West Ham vann góðan sigur Blackburn, 4:1, og Wigan tók nýliða Hull í bakaríið og vann stórsigur, 5.0.

Jermain Defoe skoraði tvö af mörkum Portsmouth og Glenn Johnson eitt en í stöðunni 2:0 í upphafi seinni hálfleiks varði frábær markvörður Portsmouth, David James, vítaspyrnu frá Yakubu. Hermann Hreiðarsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Portsmouth.

West Ham fagnaði 4:1 sigri á Blackburn. Calum Davenport, Craig Bellamy, Carlton Cole og sjálfsmark frá Christopher Samba gerðu mörkin fyrir West Ham en Jason Roberts skoraði fyrir gestina. Robert fékk kjörið tækifæri á að jafna metin í 2:1 en Robert Green markvörður West Ham varði vítaspyrnu hans.

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton en Heiðar Helguson sat sem fastast á bekknum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við WBA á Reebok vellinum í Bolton.

Liðsmenn Wigan nældu sér í sín fyrstu stig þegar þeir slátruðu nýliðum Wigan, 5:0. Egyptinn Amr Zaki skoraði tvö markanna og þeir Antonio Valencia og Emile Heskey gerðu sitt markið hver en fyrsta markið var sjálfsmark.

Tyrkinn Tuncay Sanli tryggði Middlesbrough 2:1 sigur á nýliðum Stoke en Sanli skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok. Fyrra mark Boro skoraði Afonso Alves en mark Stoke var sjálfsmark frá Justin Hoyte. Stoke lék manni færri í 55 mínútur eftir að varnarmanninum Amdy Faye var vikið af velli.

Leikirnir voru allir í beinni textalýsingu og er hægt að skoða atikalistann hér að neðan.

Bolton - WBA smellið hér til að fylgjast með leiknum

West Ham - Blackburn smellið hér til að fylgjast með leiknum

Everton - Portsmouth smellið hér til að fylgjast með leiknum

Hull - Wigan smellið hér til að fylgjast með leiknum

Middlesbrough - Stoke smellið hér til að fylgjast með leiknum

Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton sem leikur gegn …
Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton sem leikur gegn WBA. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert