Tottenham innbyrti sitt fyrsta stig í úrvalsdeildinni og Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum en Lundúnaliðin skildu jöfn, 1:1, á Stamford Bridge í dag. Brasilíumaðurinn Belletti kom Chelsea yfir með marki á 27. mínútu en Darren Bent janfaði á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar við sat.
Chelsea, sem hefur ekki tapað 83 leikjum í röð á heimavelli í úrvalsdeildinni eða í fjögur og hálft ár, hefur 7 stig í efsta sæti deildarinnar en Tottenham hefur 1 stig eins og WBA og er í botnsætinu.
Smellið hér til að skoða textalýsingu frá leiknum á Stamford Bridge.
Sunderland og Manchester City hófu leik á Leikvangi ljóssins klukkan 20. Smellið hér til að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu.