Portsmouth hefur fengið til liðs við sig alsírska varnarmanninn Nadir Belhadj að láni frá franska liðinu Lens. Belhadj er 26 ára gamall sem Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth hefur verið á höttunum eftir í allt sumar.
Samningurinn gildir út leiktíðina en Portsmouth hefur möguleika á semja við hann til framtíðar eftir tímabilið.
,,Ég er mjög ánægður að vera kominn til Portsmouth. Þetta er gott félag og er skipað mörgum frábærum fótboltamönnum. Ég er hrifinn af Englendingum og líkar vel enski fótboltinn svo þetta er kjörið tækifæri fyrir mig,“ segir Belhadj á vef félagsins.