Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City staðfesti við Sky fréttastofuna í dag að Tottenham hafi samþykkt tilboð frá Manchester City í búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov sem hefur verið orðaður við hitt Manchester liðið í allt sumar.
Talið er að tilboð City í Berbatov sé 30 milljónir punda sem jafngildir rúmlega 4,5 milljörðum íslenskra króna, og nú er spurning hvort Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United bjóði betur en hann hefur mikið reynt að fá Búlgarann til Old Trafford.