Albert Riera er genginn í raðir Liverpool frá Espanyol og hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Mörg lið hafa verið á höttunum eftir Riera, sem er 26 ára gamall kantmaður, en það fór svo að lokum að Liverpool hafi best í kapphlaupinu. Riera verður í keppnistreyju númer 11 hjá Liverpool.
„Riera hefur þá hæfileika sem við leituðum eftir. Hann er örvættur, er sterkur skallamaður, er mjög kraftmikill, gefur góðar fyrirgjafir og er góður í að taka leikmenn á. Ég er hæstánægður með að fá hann til okkar og verður liðinu öflugur liðsstyrkur,“ segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, á vef félagsins.
Riera hefur leikið með Manchester City, Mallorca, Bordeaux og nú síðast Espanyol sem hann hefur leikið með frá árinu 2005. Þá á Riera 5 landsleiki að baki með Spánverjum