Chelsea og United með átta dýrustu

Rio Ferdinand er dýrasti enski knattspyrnumaðurinn.
Rio Ferdinand er dýrasti enski knattspyrnumaðurinn. Reuters

Kaupin á Robinho til Manchester City og Dimitar Berbatov til Manchester United fara í efstu sætin yfir þau dýrustu í knattspyrnusögu Bretlandseyja. Chelsea á fjóra leikmenn á listanum líkt og Englandsmeistarar Manchester United.

Liverpool á einn leikmann á listanum, Fernando Torres, og Manchester City greiddi hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir leikmann á Bretlandseyjum, eða 32,5 milljónir punda.

Það eru þeir Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, og Ruud Van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður United, sem falla af listanum. Robbie Keane, sem nýlega kom til Liverpool, var hársbreidd frá því að komast á listann.

Listinn ásamt kaupverði í milljónum punda:

1. Robinho: Frá Real Madrid til Manchester City - £32.5m (2008)

2. Dimitar Berbatov: Frá Tottenham til Manchester United - £30.75m (2008)

3. Andriy Shevchenko: Frá AC Milan til Chelsea - £30m (2006)

4. Rio Ferdinand: Frá Leeds til Manchester United - £29.1m (2002)

5. Juan Sebastian Veron: Frá Lazio til Manchester United - £28.1m (2001)

6. Michael Essien: Frá Lyon til Chelsea - £24.43m (2005)

7. Didier Drogba: Frá Marseille til Chelsea - £24m (2004)

8. Wayne Rooney: Frá Everton til Manchester United - £23m (2004)

9. Shaun Wright-Phillips: Frá Manchester City til Chelsea - £21m (2005)

10. Fernando Torres: Frá Atletico Madrid til Liverpool - £20m (2007)

Hægt er að nota myntbreytinn vinstra megin á viðskiptasíðu mbl.is til að fá kaupverðin í krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert