Hermann í stóru hlutverki áfram

Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth og fyrirliði íslenska landsliðsins.
Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth og fyrirliði íslenska landsliðsins. Reuters

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir Hermann Hreiðarsson áfram munu spila stórt hlutverk með liðinu en efasemdir hafa komið upp um framtíð Eyjamannsins hjá bikarmeisturunum eftir að liðið fékk hinn unga Armand Traore að láni frá Arsenal og alsírska landsliðsmanninn Nadir Belhadj frá franska liðinu Lens út tímabilið.

Hermann átti fast sæti í liði Portsmouth á síðustu leiktíð og lék flesta leikina í stöðu vinstri bakvarðar. Hann lék þá stöðu gegn Chelsea í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði en hefur í síðustu tveimur leikjum byrjað á bekknum og Traore leikið í vinstribakvarðarstöðunni. Belhadj er einnig vinstri bakvörður að upplagi en getur brugðið sér á kantinn.

„Þú vilt hafa Hermann í kringum þig. Hann er þvílíkur keppnismaður sem gefur sig allan í leikinn. Hann er varnarsinnaðri en bæði Traore og Belhadj og það sem hann getur gert er að spila sem vinstri bakvörður í fjögurra manna varnarlínu eða miðvörður vinstra megin í þriggja eða fjögurra manna vörn. Hann gefur okkur valkost og það er á hreinu að hann á eftir að spila fleiri leiki,“ sagði Redknapp við breska blaðið

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert