Pele: Robinho þarf á sálfræðihjálp að halda

Brasilíski knattspyrnukappinn Robinho.
Brasilíski knattspyrnukappinn Robinho. Reuters

Knattspyrnugoðið Pele segir landa sinn Robinho þurfa alvarlega sálfræðihjálp en brottför hans frá spænsku risunum í Real Madrid til Manchester City þykir honum til hneisu í heimalandinu.

Hafa lekið út upplýsingar þess efnis að hann hafi á fundum með forseta Real, Ramon Calderón, beinlínis öskrað og vælt um að verða seldur og aldeilis ekki hagað sér eins og sú fyrirmynd sem hann er í Brasilíu. Efast margir um að hann finni sig hjá City því þangað lá leið hans ekki þegar hann óskaði eftir sölu heldur til Chelsea. Sé hann ekki þroskaðri en þetta lendir hann fljótt í vandræðum í Manchester, að mati Pele.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert