Ekki var langt liðið á tímabilið þegar Rafa Benítez stjóri Liverpool kastaði hvíta handklæðinu. Segir hann lið sitt eiga litla möguleika á titlinum meðan önnur félög eyði miklu meiri peningum í leikmenn.
Bendir Benítez á að Liverpool hafi orðið að láta sér nægja Albert Riera að undanförnu meðan keppinautarnir hafi keypt menn á borð við Robinho og Berbatov sem báðir eru þrefalt dýrari en hinn spænski Riera.
„Auðvitað reynum við okkar besta en aðdáendur okkar verða að gera sér ljóst að United, Chelsea og City hafa eytt miklum fjárhæðum. Að auki er Aston Villa sterkara félag og aldrei má gleyma hæfileikaríku liði Arsenal.“
Boða slíkar yfirlýsingar vart gott fyrir Benítez sem er undir talsverðri pressu frá stuðningsmönnum að ná einhverjum árangri heimafyrir en til þess hefur hann fengið allnokkur tækifæri án þess að nokkuð enskt glingur hafi komið í hús.