Slaven Bilic ræðir við West Ham

Slaven Bilic hefur áhuga að þjálfa West Ham en vill …
Slaven Bilic hefur áhuga að þjálfa West Ham en vill halda núverandi starfi sínu hjá Króatíu. Reuters

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að Slaven Bilic hefur rætt við forráðamenn West Ham United varðandi að taka við þjálfun liðsins. Bilic vill þó einnig halda starfi sínu með landslið Króatíu.

Fleiri stór nöfn í knattspyrnuheiminum hafa fundað með forráðamönnum liðsins og má þar nefna Gerard Houllier, Morten Olsen, Michael Laudrup og Roberto Donadoni en allir hafa þeir sannað sig á einn hátt eða annan sem þjálfarar.

Það hefur hins vegar Paolo di Canio ekki gert en hann sækir það fast að fá stöðuna. Sömu heimildir telja útilokað að hann fái starfann sökum tengsla við öfgahópa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert