Tilkynnt um ráðningu Zola á fimmtudag?

Gianfranco Zola. Verður hann næsti stjóri West Ham?
Gianfranco Zola. Verður hann næsti stjóri West Ham? Reuters

Breskir fjölmiðlar telja líklegt að West Ham tilkynni um nýjan knattspyrnustjóra á fimmtudaginn og bendir flest til þess að það verði Ítalinn Gianfranco Zola en landi hans, Roberto Donadoni, kemur einnig til greina.

Slaven Bilic og Michael Laudrup voru ásamt Zola og Donadoni á óskalista forráðamanna West Ham en nú þykir ljóst að þeir Laudrup og Bilic koma ekki lengur til greina.

Aldrei áður í sögu West Ham hefur erlendur knattspyrnustjóri verið við stjórnvölinn hjá liðinu en sem kunnugt er sagði Alan Curbishley upp störfum í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert