Útilokar ekki sölu á Ronaldo

Sé City alvara með risaboði sínu í Ronaldo verður það …
Sé City alvara með risaboði sínu í Ronaldo verður það skoðað. Reuters

Framkvæmdastjóri Manchester United, David Gill, útilokar ekki að Cristiano Ronaldo verði seldur fyrir rúma 20 milljarða króna en það er sú upphæð sem nýr eigandi Manchester City hefur gefið í skyn að hann bjóði í kappann í janúar.

Gill gerir reyndar lítið úr hugsanlegu tilboði olíujöfursins Sulaiman Al Fahim og segir ómögulegt að taka slíkar yfirlýsingar hátíðlega.

„Hins vegar þyrftum við að ræða slíka sölu við Alex Ferguson og stjórn liðsins ef slíkt tilboð bærist því þetta er gríðarlegir peningar fyrir einn leikmann. Ákvörðunin yrði á endanum eigendanna að taka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert