Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa, hlustaði ekki á beiðni forráðamanna Tottenham um að velja ekki Roman Pavlyuchenko í lið sitt sem mætir Wales í Moskvu í kvöld.
Tottenham keypti Pavlyuchenko fyrir tímabilið og bað um að hann þyrfti ekki að mæta í landsleikin enda væri hann meiddur á ökkla.
Hiddink sagði að hann yrði að leggja sig fram fyrir landsliðið og eftir leikinn í kvöld gæti hann farið að hugsa um Tottenham. „Við fengum bréf frá Spurs, en læknar okkar og eins frá hans gamla félagi, segja að hann sé í lagi og því spilar hann,“ sagði Hiddink.