Óvíst hvort Walcott verði með Arsenal

Theo Walcott
Theo Walcott Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir alls ekki víst að Theo Walcott, sem gerði þrennu fyrir Englendinga á móti Króatíu í vikunni, verði í liði Arsenal sem heimsækir Blackburn á morgun.

„Ég þarf að gera nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn og veit ekki enn hvort hann muni spila,“ sagði Wenger í dag og lofaði hinn unga framherja sinn mikið.

„Hann er mjög hungraður og hann er klár. Ég var ánægður með hvernig hann brást við því að skora þrjú mörk fyrir England - það sýnir að hann er með fæturna á jörðinni og hann á framtíðina fyrir sér,“ sagði Wenger.

Walcott er í treyju númer 14 hjá Arsenal líkt og Thierry Henry og hafa sumir líkt þeim saman. „Hæfileikarnir eru til staðar hjá Theo en það er himinn og haf á milli þeirra og ég held sér rétt að leyfa honum að sanna sig áður en menn fara að huga að því að bera hann saman við Henry.

Einn flottur leikur er bara einn leikur, og ferillinn er miklu, miklu meira en það. Theo hefur alla burði til að verða frábær leikmaður og vonandi heldur hann áfram á sömu braut,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert