Torres og Gerrard klárir í slaginn

Steven Gerrard og Fernando Torres.
Steven Gerrard og Fernando Torres. Reuters

Steven Gerrard og Fernando Torres eru búnir að jafna sig af meiðslum og verða með Liverpool þegar liðið tekur á móti Manchester United í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þeir Gerrard og Torres hafa átt við meiðsli að stríða en að því er fram kemur á vef félagsins í æfðu þeir með liðinu í morgun og voru valdir í leikmannahópinn sem mætir Englandsmeisturunum.

Manchester United hefur fagnað sigri á Anfield síðustu tvö árin og United hefur haft betur í síðustu fimm rimmum liðanna í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka