Mike Ashley eigandi Newcastle íhugar nú að setja félagið á sölulista en öll spjót hafa staðið á honum eftir að Kevin Keegan ákvað að segja starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri félagsins. Stuðningsmenn Newcastle eru æfir út í Ashley og vilja fá hann í burtu en hann hefur dæld miklum peningum í félagið.
Ashley segist óttast um öryggi fjölskyldu sinnar en stuðningsmenn Newcastle gerðu aðsúg að honum á leik Newcastle og Hull í gær þar sem Newcastle tapaði á heimavelli fyrir nýliðunum.
„Félagið er til sölu. Ég vona að stuðningsmennirnir fái það sem þeir vilja og að næsti eigandi geti eytt þeim peningum í félagið sem stuðningsmennirnir vilja að hann geri,“ sagði Ashley.