Ballack verður með gegn Bordeaux

Michael Ballack er orðinn heill heilsu.
Michael Ballack er orðinn heill heilsu. Reuters

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur staðfest að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack sé tilbúinn í slaginn  eftir þriggja vikna fjarveru og muni taka þátt í leik liðsins gegn Bordeaux í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Ballack meiddist á fæti í leik Chelsea gegn Wigan þann 24. ágúst og hefur ekki spilað síðan. "Hann mun spila en hvort það verður í 45, 60 eða 70 mínútur veit ég gekki ennþá," sagði Scolari við fréttamenn.

Þá er Didier Drogba líka orðinn leikfær en hann lék sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Chelsea vann Manchester City, 3:1, á laugardaginn og spilaði í 20 mínútur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert