Hasselbaink leggur skóna á hilluna

Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink fagna saman marki Hasselbainks …
Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink fagna saman marki Hasselbainks en þeir náðu sérlega vel saman. Reuters

Hollenski markahrókurinn Jimmy Floyd Hasselbaink hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 36 ára gamall. Hasselbaink lauk ferlinum með enska 1. deildarliðinu Cardiff en hann kom víða við á ferli sínum.

Hasselbaink sló fyrst í gegn með Leeds þar sem hann skoraði 34 mörk í 69 leikjum á árinum 1997-1999. Hann fór þaðan til Atletico Madrid en sneri aftur til Englands og átti afar góðu gengi að fagna með Chelsea en hann og Eiður Smári Guðjohnsen náðu sérlega vel saman í framlínu Lundúnaliðsins.

Hasselbaink fór til Middlesbrough eftir dvölina hjá Chelsea og lék einnig með Charlton og nú síðast Cardiff.

Hann lék 23 leiki fyrir Holland og skoraði í þeim 9 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert