Ronaldo er klár í slaginn

Ronaldo fékk gullskó Evrópu afhentann á laugardaginn fyrir að vera …
Ronaldo fékk gullskó Evrópu afhentann á laugardaginn fyrir að vera markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. Hann er á hröðum batavegi og reiknað er með að hann leiki með Manchester United þegar titilvörn félagsins í meistaradeild Evrópu hefst á miðvikudag. Reuters

Portúgalinn snjalli Cristiano Ronaldo mun væntanlega spila með Englands- og Evrópumeisturum Manchester United á miðvikudaginn þegar þeir hefja titilvörnina í Meistaradeildinni með því að taka móti spænska liðinu Villareal.

Ronaldo, sem gekkst undir aðgerð á ökkla í júlí, var ekki væntanlegur inn á völlinn aftur fyrr en í október en bati hans hefur verið skjótari en menn héldu og er Sir Alex Ferguson bjartsýnn á að geta teflt honum fram gegn Villareal.

Ronaldo hefur verið sárt saknað í liði meistaranna í upphafi tímabilsins en þeir hafa ekki náð sér og þóttu arfaslakir í leiknum gegn Liverpool á laugardag.

Ronaldo fékk á laugardagskvöldið afhentan gullskóinn fyrir að verða markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð en hann skoraði 31 mark fyrir United í ensku úrvalsdeildinni.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert