Terry fer ekki í leikbann

Mark Halsey dómari rekur John Terry, til vinstri, af velli.
Mark Halsey dómari rekur John Terry, til vinstri, af velli. Reuters

Chelsea varð í dag ágengt í áfrýjun rauða spjaldsins sem John Terry fékk að líta í leiknum gegn Manchester City. Aganefnd enska knattspyrnusambandið varð við beiðni Chelsea um að fá spjaldið niðurfellt og þar með er ljóst að hann getur spilað gegn Manchester United á Stamford Bridge á sunnudaginn.

Mark Halsey dómari rak Terry af velli á 77. mínútu í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn fyrir brot á Brasilíumanninum Jo sem hefði þýtt að Terry hefði þurft að afplána þriggja leikja bann.

Halsey vildi meina að Terry hefði verið aftasti varnarmaður Chelsea þegar hann framkvæmdi brotið en Chelsea áfrýjaði úrskurðu dómarans eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpi þar sem berlega kom í ljós að Terry var ekki aftastur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert