Ferguson öskuillur

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er öskuillur út í þá ákvörðun aganefndar enska knattspyrnusambandsins að fella niður rauða spjaldið sem John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk að líta í viðureign Chelsea og Manchester City um síðustu helgi. Það þýðir að hann sleppur við að fara í þriggja leikja bann og getur því mætt Manchester United á sunnudaginn.

Ferguson leiðir að því líkum að Keith Hackett yfirmaður dómaramála á Englandi hafi blandað sér í málin.

,,Ég hef heyrt að Hackett hafi sagt Mark Halsey dómara að draga spjaldið til baka en hann hafi ekki gert það og nú þarf hann að dæma leik í 3. deildinni um helgina. Ég skil ekki hvernig þetta getur átt sér stað. Ef leikmaður Manchester United hefði átt í hlut er ég viss um að Hackett hefði ekki gert þetta,“ segir Ferguson í samtali við The Thimes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert