Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða ummæli sem Sir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafði um Keith Hackett yfirmann dómaramála á Englandi vegna ákvörðunar aganefndar enska knattspyrnusambandsins að draga til baka rauða spjaldið sem John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk að líta í leik Chelsea og Manchester City á laugardaginn.
Ferguson sagði að Hackett hafi skipað Mark Halsey dómara að draga til baka rauða spjaldið og það hefði hann aldrei gert ef leikmaður Manchester United hefði átt í hlut.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sir Alex gagnrýnir Hackett fyrir störf hans og skoski knattspyrnustjórinn gæti nú átt yfir höfði sér refsingu frá enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla sinna í garð Hacketts.