Bæði Manchester United og Arsenal gerðu jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. United náði aðeins jafntefli, 0:0, við Villarreal og Arsenal gerði 1:1 jafntefli við Dynamo Kiev í Úkraínu.
Ismael Bangoura kom Dynamo Kiev yfir úr vítaspyrnu en William Gallas náði að jafna fyrir Arsenal skömmu fyrir leikslok.
Atvikalýsingu úr leik United og Villarreal má skoða með því að smella hér.
Atvikalýsingu úr leik Dynamo Kiev og Arsenal má skoða með því að smella hér.
Aðrir leikir:
Celtic - AaB 0:0
Lyon - Fiorentina 2:2
Juventus - Zenit St. Pétursborg 1:0
Steaua Búkarest - Bayern München 0:1
Porto - Fenerbache 3:1
Real Madrid - BATE Borisov 2:0