Ferguson bjartsýnn á að Berbatov mæti Chelsea

Dimitar Berbatov framherji Manchester United.
Dimitar Berbatov framherji Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er bjartsýnn á að geta teflt Búlgaranum Dimitar Berbatov fram gegn Chelsea á sunnudaginn en þá mætast liðin á Stamford Bridge, þar sem Chelsea hefur ekki tapað deildarleik í fjögur og hálft ár.

Berbatov meiddist á hné í sínum fyrsta leik með United um síðustu helgi þegar það lá fyrir Liverpool á Anfield. Hann gat ekki verið með í leiknum á móti Villareal í Meistaradeildinni í gærkvöld en Ferguson er bjartsýnn.

,,Ég tel að Berbtov eigi góða möguleika á að ná leiknum og vonandi verður hann búinn að ná sér,“ sagði Ferguson við Sky Sport. Nemanja Vidic tekur út leikbann í leiknum á móti Chelsea en Paul Scholes kemur inn í liðið á nýjan leik en hann var í banni í leiknum gegn Villareal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert