Hermann á bekknum hjá Portsmouth

Nwankwo Kanu situr á bekk Portsmouth með Hermanni Hreiðarssyni í …
Nwankwo Kanu situr á bekk Portsmouth með Hermanni Hreiðarssyni í dag. Reuters

Hermann Hreiðarsson er á meðal varamanna Portsmouth í fyrsta Evrópuleiknum í sögu enska knattspyrnufélagsins en það hóf leik gegn Vítoria Guimaraes frá Portúgal á Fratton Park klukkan 17.00.

Þetta er fyrri leikur liðanna í 1. umferð aðalkeppni UEFA-bikarsins en sigurliðið samanlagt kemst í riðlakeppnina.

Lið Portsmouth: James, Johnson, Campbell, Distin, Belhadj, Utaka, Diarra, Davis, Armand Traore, Crouch, Defoe.
Varamenn: Ashdown, Kaboul, Hermann, Diop, Mvuemba, Little, Kanu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka