Benítez segir mistök að dæma markið af

Abdoulaye Faye hjá Stoke og Robbie Keane hjá Liverpool eigast …
Abdoulaye Faye hjá Stoke og Robbie Keane hjá Liverpool eigast við í leiknum í dag. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segir að dómarinn hafi haft sigurinn af liði sínu gegn Stoke City í dag með því að dæma af mark á óskiljanlegum forsendum.

Steven Gerrard skoraði beint úr aukaspyrnu snemma leiks, boltinn sigldi framhjá öllum í vítateignum og alla leið í markhornið fjær. Margir töldu að markið hefði verið dæmt af vegna rangstöðu en svo virðist ekki vera. Aðstoðardómarinn lyfti þó flaggi sínu.

„Það veit enginn afhverju markið var dæmt af. Dómarinn sagði við Jamie Carragher að hann hefði tekið þessa ákvörðun en ekki aðstoðardómarinn. Þetta voru hrikaleg mistök," sagði Benítez við BBC.

Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke sagði að sitt lið hefði haft heppnina með sér. Hann hefði skoðað atvikið í sjónvarpi og það væri alveg ljóst að Dirk Kuyt, sem fylgdi á eftir boltanum, hefði ekki verið rangstæður. "Ég neita því ekki að við vorum heppnir," sagði Pulis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert