City burstaði Portsmouth

Citymenn höfðu ríka ástæðu til að fagna í dag.
Citymenn höfðu ríka ástæðu til að fagna í dag. Reuters

Þrír leikir voru í ensku deildinni um miðjan dag og þar bar helst til tíðinda að Manchester City burstaði Hermann Hreiðarsson og félaga í Portsmouth 6:0

Hermann var á varamannabekknum allan leikinn og hugsanlega bara fegin að þurfa ekki að taka þátt í þessari niðurlægingu.

City var 2:0 yfir í leikhléi en bætti við fjórum mörkum í síðari hálfleik.

Hinir tveir leikirnir enduð með jafntefli. Í Lundúnum tók Tottenham á móti Wigan og lauk þeim leik með markalausu jafntefli þannig að Tottenham tókst ekki að koma sér af botninum.

Meira fjör var í Hull þar sem Everton var í heimsókn, lokatölur þar 2:2.

Michael Turner kom heimamönnum yfir á 18. mínútu og þannig var staðan þar til Philip Neville skoraði í eigið mark á 50. mínútu og kom Hull þar með í 2:0.

Útlitið var allt annað en glæsilegt hjá Everton en Tim Cahill minnkaði muninn á 73. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Leon Osman og þar við sat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert