Cavalieri stendur á milli stanganna hjá Liverpool

Diego Cavalieri ásamt Rafael Benítez knattspyrnustjóra Liverpool.
Diego Cavalieri ásamt Rafael Benítez knattspyrnustjóra Liverpool. LiverpoolFC

Brasilíski markvörðurinn Diego Cavalieri leikur sinn fyrsta leik með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti 2. deildarliðinu Crewe í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hefur ákveðið að gefa Jose Reina frí en Spánverjinn snjalli hefur staðið á milli stanganna hverja einustu mínútu á yfirstandandi leiktíð.

,,Ég hef ákveðið að Diego muni spila leiki okkar í deildabikarnum. Hann er mikill atvinnumaður í sér og hefur verið duglegur að kynnast enska fótboltanum. Þetta er mikilvæg keppni og ekki síst vegna þess að þar gefst möguleiki á að gefa öðrum leikmönnum tækifæri,“ segir Benítez á vef Liverpool.

Cavalieri er 26 ára gamall sem kom til Liverpool frá brasilíska liðinu Palmeiras í sumar og gerði fjögurra ára samning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert