Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal mun hugsanlega stilla upp yngsta Arsenal-liðinu frá upphafi þegar liðið tekur á móti Sheffield United í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar á Emirates Stadium annað kvöld.
Wenger hefur jafnað notað deildabikarinn til gefa yngri leikmönnum félagsins tækifæri og þeim sem minna fá að spila með aðalliðinu en nú hyggst Wenger yngja enn frekar í liðinu.
Hann ætlar að leyfa strákum sem eru 16-19 ára gamlir að fá að spreyta sig og verður fróðlegt að sjá hvernig þessi nýja kynslóð leikmanna Arsenal stendur sig gegn 1. deildarliðinu.