Leikmaður United líklega fótbrotinn

Emanuel Pogatetz sendur af velli fyrir brotið ljóta.
Emanuel Pogatetz sendur af velli fyrir brotið ljóta. Reuters

Brasilíumaðurinn Rodrigo Possebon, leikmaður Manchester United, er að öllum fótbrotinn eftir afar ljóta tæklingu frá Emanuel Pogatetz, fyrirliða Middlesbrough, í leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. Sir Alex Ferguson, stjóri United, var bálreiður út í Austurríkismanninn og lét hann heyra það eftir leikinn.

Pogatetz var umsvifalaust sendur af velli fyrir brotið á hinum 19 ára gamla Possebon sem hafði verið mjög líflegur í liði United.

,,Meiðslin virtust mjög alvarleg en hann var fluttur á sjúkrahús. Þetta var afar ljótt brot og á ekki að sjást á fótboltavelli,“ sagði Ferguson eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert