Yngsta lið Arsenal frá upphafi

Framtíðin björt hjá Arsenal.
Framtíðin björt hjá Arsenal. Reuters

Arsene Wenger gat ekki leynt gleði sinni í gærkvöldi eftir að yngsta byrjunarlið sem sá hefur nokkri sinni sent fram á völlinn grillaði lið Sheffield United 6:0 í ensku deildabikarkeppninni.

„Á því er enginn vafi að þetta er besti hópur ungra leikmanna sem ég hef nokkru sinni haft undir minni stjórn á mínum tíma hér hjá Arsenal. Ég kvíði ekkert að leyfa hverjum og einum þeirra að spila í úrvalsdeildinni því allir hafa þeir mikla hæfileika og dug þótt ungir séu.“

Fyrir keppnina hugðist Wenger leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig í þeirri keppni og hvíla lykilmenn sína fyrir stærri átök en stórfínn leikur unglinganna gæti vel hafa komið einum eða tveimur þeirra í aðalliðið svo góður þótti leikur þeirra.

Er það til marks um aldur byrjunarliðsins að Daninn Nicklas Bendtner var meðal elstu manna liðsins tvítugur að aldri. Bendtner skoraði tvívegis. Carlos Vela þrennu og Jack Wilshere eitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert