Dean Ashton framherji West Ham þarf að gangast undir aðgerð á ökkla í næstu viku og þar með er nokkuð ljóst að hann verður ekki með enska landsliðinu í leikjum þess á móti Kazakhstan og Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í næsta mánuði.
Ashton, sem er 24 ára gamall, hefur verið þjakaður af meiðslum frá því hann ökklabrotnaði á æfingu með enska landsliðinu fyrir tveimur árum. Hann hefur verið frá í síðustu tveimur Íslendingaliðsins vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í síðustu viku og á síðustu leiktíð missti hann nokkuð úr en náði engu að síður að skora 11 mörk og hefur á þessu tímabili skorað 2 mörk í 4 leikjum,